Um Sveitabakaríið

Sveitabakarí ehf Auðkúlu

Sveitabakarí ehf er lítið bakarí í eigu fjölskyldurnar á Auðkúlu í A-Húnaþingi.

Við sérhæfum okkur í framleiðslu á “gamaldags bakkelsi”, með vöruvöndun og íslenskar hefðir að leiðarljósi.

Segja má að hjá okkur mætist gamlar venjur hinnar íslensku húsmóður annarsvegar og bakarans hinsvegar.

Meðal þess sem við bjóðum eru seydd rúgbrauð, sem innihalda að þriðjungi yndislegt bygg af húnvetneskum akri, hollur biti það !

Hægt er að panta vörur í síma: 868-7951 eða sveitabakari@sveitabakari.is

Valdimar og Haddý